249228_571287433908_3160252_n.jpg

Anna Claessen útskrifaðist af alþjóðabraut frá Verzlunarskóla Íslands og hélt svo til Vínar, Austurríkis þar sem hún  kláraði BA gráðu í fjölmiðlafræði í Webster University. Með námi kláraði hún starfsþjálfun hjá Sagafilm,ásamt því að skrifa greinar fyrir blaðið The Vienna Review og Pressuna og kenna dans hjá Casomai.

Anna hefur dansað frá því að hún var 4 ára gömul. Hún keppti hérlendis og erlendis í samkvæmisdansi í 10 ár. Hún lærði svo jazzballet og modern, komst í Listdansskólann og ætlaði að verða dansari, en álagið var of mikið svo  hún ákvað að kenna dans í staðinn. Hún hefur kennt dans frá 16 ára aldri. 

Anna flutti til Hollywood 25 ára til að elta drauminn sinn. Þar fékk hún Associates gráðu í söng frá Musicians Institute, söng í House of Blues, lék í How to Get Away with Murder, kenndi zumba í LA Fitness, og stofnaði hljómsveitina Anna and the Bells og podcast fyrirtækið Entertainment Drive-Thru

Í dag er Anna framkvæmdastjóri Dans og Kúltúr, ásamt Friðriki Agna. Dans og Kúltúr skipuleggur dansferðir, gigg og danspartý. Þau kenna einnig Zumba og Jallabina í World Class.

Anna er einnig markþjálfi og heilari , með síðurnar Brighten Your Day og íslensku útgáfuna Godan Daginn sem póstar jákvæðum myndum og myndböndum. 

Dans og gleði er hennar fag