Skemmtikraftur

 
Dans
Anna hefur dansað frá 4 ára aldri og á að baki sér 10 ára feril í samkvæmisdansi. Hún hefur kennt dans  frá 16 ára aldri, hérlendis og erlendis í Vín, Austurríki og Los Angeles, Bandaríkjunum.  
 
Anna bjó til Dans og Kúltúr ásamt Friðriki Agna Árnasyni,þar sem þau lista dansviðburði  á www.dansogkultur.is ásamt því að sjá um danssýningar, danskennslu og dansferðir erlendis. Þau kenna bæði Zumba og Jallabina í World Class og Kramhúsinu og sýna um allan heim.
​Anna kennir Beyonce, Broadway, Bollywood, brúðarvals, Disco, zumba, jallabina, latin /ballroom, Michael Jackson, salsa, kizomba, bachata og fleira
DJ
Anna hefur DJ-að í afmælum, árshátíðum, brúðkaupum og ýmsum öðrum skemmtunum. Hún tekur við óskalögum og les vel í stemminguna.  Hún getur einnig tekið danskennnslu í lokin sem tryllir lýðinn og fyllir dansgólfið. Hún tekur einnig að sér veislustjórn  og hefur verið vinsælt að bóka hana í allt, sem DJ, danskennslu og veislustjórn. 
Leiklist
Anna hefur leikið í kvikmyndum, þáttum, auglýsingum og tónlistarmynböndum, þ.á.m How to Get Away with Murder, Ófærð, Blindspot, Aquatic Effect, Der Island Krimi, Fyrir Framan Annað Fólk ,Flateyjargátan, Stelpurnar, Pabbahelgar, Ráðherrann, Góðir Landsmenn, Gullregn og auglýsingum fyrir Íslandsbanka, Orville, Icelandair, Bláa Lónið, Samgöngustofu og Símann. Hún lék einnig zombie í tónlistarmyndbandi Hatara "Engin Miskunn" og aðalhlutverk í Vintage Caravan tónlistarmyndbandinu"Crazy Horses"  
Sjá IMDB
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Uppistand
Anna kom flestum á óvart og tók uppistand við mikinn fögnuð á The Secret Cellar og Gauknum. 

Hún getur tekið uppistand á bæði íslensku og ensku.
Söngur
Anna hefur sungið frá unga aldri í kórum og söngnámskeiðum (Sönglist og Complete Vocal). Hún er með Associates gráðu í sönglist frá Musicians Institute tónlistarskólanum í Hollywood. 
 
Anna gaf út eigið efni  (í anda Celine Dion og Mandy Moore) oen bjó svo til eigin hljóm með hljómsveit sinni Anna and the Bells, en það er blanda af Heart, Motown, Beatles, og fleiri hljómsveitum.
Hlusta á Spotify

Anna syngur í brúðkaupum, útskriftum, afmælum, árshátíðum,  og öðrum skemmtunum. Hún hefur tekið að sér gigg sem karakterar eins og Marilyn Monroe, Jessica Rabbit, Disney prinsessur o.fl.