16142913_10101249103509018_7073936442254

Anna Claessen

"Ég geri drauma mína að veruleika og hjálpa öðrum að gera hið sama" Anna Claessen

Markþjálfari sem hjálpar fólki og heldur fyrirlestra á daginn og fer svo og skemmtir því á kvöldin með veislustjórn, DJ, dansi, söng og uppistandi. Leikur einnig í þáttum, myndum, auglýsingum og tónlistarmyndböndum. Kennir dans þess á milli enda elskar ekkert meira en að deila dansgleðinni ásamt Friðriki í Dans og Kúltúr.

Ekkert eitt orð til um svona hæfileikabúnt nema fjöllistakona.
 

Untitled design (2).jpg

Meðmæli

Markþjálfi

"Ég mæli hiklaust með markþjálfun hjá Önnu. Eftir aðeins tvö skipti náði hún grafa upp drauma um það hvernig ég vil lifa lífinu sem ég var löngu búin að leggja til hliðar því ég trúði ekki að ég gæti gert þá. Hún fékk mig til að trúa á sjálfa mig og kveða niður svartsýnisraddirnar í höfðinu á mér og vinn ég nú markvisst að því að láta þá draumana mína rætast. Í staðinn fyrir að hugsa ég get þetta ekki, hugsa ég nú af hverju ætti ég ekki að geta þetta! Takk fyrir mig! " 
​Þórdís Hermannsdóttir

Beyonce Valdefling

“Stelpurnar fóru mega sáttar heim og við sömuleiðis.Anna var frábær - hún var hvetjandi, jákvæð og lagði mikla áherslu á valdeflingu, sem var snilld! Við myndum klárlega mæla með henni” Fjörgyn Félagsmiðstöð

DJ

"Anna er hress og skemmtileg og heldur uppi stuði og stemmingu sem DJ.
Hún les salinn vel og er með frábæra tónlist. Anna er líka frábær dansari, sýnir dans og kennir öðrum já og syngur líka. Önnu er margt til lista lagt og ég mæli með henni enda fagmaður fram í fingurgóma."
Sigríður Steingrímsdóttir

Skemmtikraftur

Veislustjórn

"Mæli heilshugar með þessari áhugaverðu listakonu sem veilsustýru enda er hún allt í senn, einlæg, brosmild, en þó um fram allt geislandi af lífsgleði og á auðvelt með að hrífa fólk með sér á vit hins spennandi og óþekkta."

Steinar Svan Birgisson

Skemmtikraftur

"Ég er búin að fá Önnu til að koma og skemmta á nokkrum viðburðum hjá mér og það er alltaf jafn skemmtilegt! Allir koma úr tíma hjá henni með risa stórt bros framan á sér, sáttir með að hafa þurft að fara aðeins út fyrir kassan og hafa gaman. Hún er ótrúlega góð í að fá alla með sér og stemningin verður yndisleg.

Ég mæli svo mikið með að bóka hana og byrja gamanið, þú munt ekki sjá eftir því! Svo er hún svo hæfileikarík, bara hvað má bjóða þér? Hún getur reddað því, sko minnsta mál!"
Eygló Lilja Haraldsdóttir

Zumba

"Það er alltaf gaman í zumbatímum hjá Önnu Claessen! Hún er frábær og skælbrosandi dansari og maður kemur úr tíma í gleðikasti ..gott fyrir líkama og sál"! Helga Braga

Fyrirtæki

“Við hjá Samskipum höfum verið þeirra gæfu aðnjótandi að  hafa Önnu Claessen hjá okkur sem kennara í Zumba.Anna hefur hjá okkur sýnt í verki að hún hefur bæði gleði og eldmóð bægja frá hindrunum og hrífa nemendur með í ZUMBA.Hver tími var einstök upplifun svo við gleymdum öllu öðru en því að njóta tónlistar og hreyfingar. “
Ólöf Ragnheiður Ólafsdóttir.

​Lék í: